Almennar stillingar fyrir Hunspell eru á annarri síðu, https://font.is/hunspell-stillingar-hunspell-is_is-settings-indesign/ , en þar er ekki fjallað um þau áhrif sem ný gerð af örgjörvum í mökkunum hefur.

Margir eru að fá sér nýja makka og þeir eru flestir eru með sílikon örgjörvanum sem Apple framleiðir sjálft. Adobe forritin eru greinilega ekki alveg tilbúin í slaginn. Þetta bitnar mest á viðbótum sem er verið að nota með forritunum.

Til þess að komast í kringum vandann þarf að ræsa InDesign í Rosetta. Þetta er virkjað með því að velja InDesign forritið þar sem það er inni í Applications. Þá er smellt á slaufa+I (Get Info). Í Get Info glugganum er hakað í reitinn: Open in Rosetta. Eftir það virkar Hunspell orðskiptinginn en InDesign gengur ekki eins hratt og það myndi gera ef það væri bara ræst án Rosetta.

Vonandi verður fundin lausn á þessu fyrr en síðar. Ég er engu að síður að vinna að lausn framhjá þessum vanda –án þess að þurfa að keyra upp á Rosetta. Meira um það síðar.

2 Comments

  • Er enn þetta vesen eða önnur vesen sem maður þarf að vita um? – er að spá í að kaupa mér kannski eldri ferðatölvu frekar en alveg nýja þar sem ellikerlingin mín (early 2015) er að slappast hmm

  • Þetta er ekki mikið vesen að öðru leiti en því að með því að keyra upp á Rosetta er maður ekki að fá mesta hraða úr tölvum með Silicon. Veit ekki hvenær InDesign (og reyndar mörg önnur forrit frá Adobe) verða að fullu samstillt við þennan örgjörva.
    Annars vegar er hægt að gera þetta eins og lýst er hér að ofan og svo er ég með aðeins meira í pípunum þessu tengt. Skýrist síðar.

Comments are closed.