Loksins komin margumbeðin hjáleið fyrir þá sem eru að nota nýlega makka, það er að segja Apple tölvur með Apple-Sílikon örgjörva, kallaða M1 og M2.

Síðustu tvö árin hafa þeir sem eru með þessa gerð tölva þurft að ræsa þær í svökölluðum Rosetta–ham til þess að geta notað íslenskar Hunspell–orðskiptingar. Þetta hefur þýtt mun hægari ræsingu á InDesign forritinu og hægari virkni almennt í forritinu. Mjög svekkjandi.

Þessi hjáleið sem ég ber að bjóða upp á er stillt eins og gert hefur verið með aðrar útgáfur. Eins gæsalappir og það allt —að öðru leyti en því að valið er að tungumálið er stillt á Eistland (Estonia) inni í /InDesign/Preferences/Dictionaries og líka í Character panelnum.

Eistneska er eitt af þeim málum sem koma með hverri útgáfu af InDesign og ég nýti mér það. Teysti á að Ísland verði í góðum málum áfram hjá Eistum, enda er þetta gert í nauðvörn.

Því miður gengur ekki að hafa íslensku stillinguna í gangi samhliða. Því tekur Hjáleiðin íslenska Hunspell út sambandi. Enda þarf líklega enginn að hafa hana líka bara til þess að þurfa að virkja hana með Rosetta.

Viss ókostur er að eistnesk orðabók og orðskipting er með þessu komin úr sambandi. Það er alveg möguleiki að einhver þurfi að nota eistnesku (hef sjálfur lent í því nokkrum sinnum á síðustu mánuðum). Málið er leyst með því að fjarlægja InDesign forritið (en geyma Preferences) og svo er InDesign hlaðið inn aftur með Creative Cloud forritinu. Eftir að verkefninu er lokið er Hunspell hlaðið inn aftur. Geymið innsetningarforritið á góðum stað. Enda þarf að nota það stundum eftir að InDesign hefur verið uppfært.

Nú verður sem sagt í boði að fá sér annað hvort íslenskt Hunspell fyrir Intel-örgjörva eða Silicon örgjörva.
Þeir sem þegar hafa keypt Hunspell fyrir útgáfu 2023 af InDesign af því annað var ekki í boði, geta fengið Hjáleiðina hjá mér með því að melda sig með tölvupósti til [email protected]

Þetta tilboð stendur út janúar 2023.