Nú bjóða Lausnir upp á skjámyndir fyrir tölvuskjái (wallpaper) á þremur tungumálum, íslensku með enskum undirtitlum, ensku eingöngu og þýsku með enskum undirtitlum. Skjámyndirnar verða á hálfvirði út október, eða á €8 sem hækkar í €15 í nóvember.
Fjórar stærðir eru af þessu sem henta vel fyrir hinar ýmsu skjástærðir. Það er, eftir því sem stærðin er nær skjástærðinni því skýrari er myndin. Fyrir þá sem eru ekkert fyrir pixeltölur setti ég S, M, L og XL sem flestir skilja.
S 1920 x 1200 sem sem hentar á fartölvur.
M 2560 x 1600 er líka fyrir nýrri fartölvur, Retina.
L 3840 x 2160 myndi vera kallað 4K.
XL 5120 x 2880 þessi stærð passar flott á 5K skjái eins og eru til dæmis á nýrri iMac vélum.
Fyrsta útgáfan af þessari líffærafræði leturs sem ég setti saman árið 2008 var byggð á þeim upplýsingum sem ég hafði á þeim tíma og var hugmyndin að hafa þessi hugtök fyrir augunum á þægilegum stað. Ég leyfði þessu að liggja hér á font.is síðan á árinu 2009 og fjölda eintaka hefur hlaðið niður. Ég sá svo smátt og smátt að þetta þyldi alveg smá uppfærslu og nú loksins birtist þessi útgáfa. Þetta hefur verið mikil vinna og mikil uppfærsla. Ekki má gleyma að í þýsku útgáfunni fékk ég aðstoð þýskrar konu, Monika Gause, sem þekkir vel inn á þessi mál. Hún er reyndar einna þekktust fyrir aðkomu sína að Adobe Illustrator í Þýskalandi, hefur skrifað bækur meðan annars um Illustrator og veit flest allt um það forrit.
Þessi nýja útgáfa er mikið uppfærð þótt vissulega sé ekki alveg allt með. Það kom í ljós að íslensk heiti og hugtök voru ekki til fyrir einstaka hluti sem eru til í sumum öðrum tungumálum, sérstaklega í ensku. Meira að segja í þýsku reyndist vanta einstaka hugtök sem eru til í ensku. Síður í hina áttina.
Í rannsóknarleitinni að íslenskum heitum urðu á vegi mínum meðal annars lokaverkefni nemenda í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, ýmis önnur skrif, bæklingar og kennsluefni um letur. Það sem mér fannst besta og skemmtilegasta samantektin var í Mænu frá árinu 2012, riti sem hönnunardeild Listaháskólans gefur út árlega. Samantektin um líffæri leturs unnin undir handleiðslu Dóru Ísleifsdóttur er gerð af Magnúsi Elvari Jónssyni og Jóhanni Geir Úlfarssyni. Mjög vel gert og þó nokkuð af íslenskum hugtökum sem ég hef ekki séð annars staðar. Kannski heimasmíðaðar þýðingar, sem veitir svo sem ekki af í íslenskudeildinni. Ég fékk að láni nokkur heiti úr þessu safni. Mér líkaði ekki alveg allt, eins og gengur. Svo voru líka nokkrar smávægilegar villur svo sem að „il“ sem ég tók upp, væri þýðing á „vortex“. Vortex á að vera Vertex, en þessi villa verður oft hjá enskumælandi. Il er hins vegar ágætt, en „hæll“ hefði líklega verið nær sanni.
Á nokkrum stöðum breytti ég heiti, gerði nýjar þýðingar og alla vega á einum stað smíðaði ég til nýtt íslenskt orð (að því er ég best get séð). Það finnst ekki í íslenskum orðabókum sem skoðaði á netinu. Það er orðið „samsteflingur“ sem þýðing á Ligature. Samsteflingur er í stíl við orðið hásteflingur sem er heiti fyrir Small Caps.
Það er mjög huggulegt að hafa þessa skjámynd finnst mér og geta kíkt á öll þessi hugtök. Hentugt að muna eftir Alt+Slaufa+H á makka til þess að fela önnur forrit meðan maður skoðar.
Gjörið svo vel á líkja á þessi kostakjör í LAUSNIR út október.