Ég er frekar ánægður að segja frá því að nú er Hunspell útgáfa fyrir InDesign 2021 á PC komin í lausnabúðina. Það var nokkur þrýstingur á mig að gera þetta klárt fyrir Windows líka og ég vona (og veit) það þetta á eftir að gleðja nokkra. Ég er búinn að prófa og þetta svínvirkar.

Næst á dagskrá er að setja saman smá leiðbbeiningar um hvernig þetta er sett inn, bæði á mac og pc og þær stillingar sem þarf að setja svo allt gangi nú eins og í lygasögu. Tilkynning birtist von bráðar.

( Þessar útgáfur eru ekki lengur í búðarglugganum en hægt að kaupa leyfi á þær með því að hafa samband. [email protected] )