Þriðja málið í flokknum um breytingar sem eru á skella á okkur hönnuði og umbrotsfólk um þessar mundir. Það snýst um að svokallað PostScript letur oft callað Type 1 letur, er ekki lengur stutt í Adobe forritunum. Það eru að minnsta kosti þrjú ár síðan þetta var tilkynnt en margir hafa ekki haft hugmynd um þetta og nú er letrið sem hefur verið notað árum saman skyndilega orðið úrelt. Eða er það?
Ástæðan fyrir því að þetta snið af letri er látið gossa er fyrst og fremst af því að það barn síns tíma og úrelt. Í hverju letri er bara rými fyrir 256 leturtákn. Því er skipt í skjáletur og prentletur og það á til að skemmast ef það er sent milli tölva eða í tölvupósti. Þetta er það helsta.
Open Type sniðið sem er augljós arftaki tekur yfir 65 þúsund leturtákn er í einum hluta og er ekki eins viðkvæmt í flutningi. Og gengur að auki bæði á windows og mac.
En gamla letrið mitt? Jú, það eru nokkrar færar og löglegar leiðir.
Það er hægt að nýta sér Adobe letrin (um 18.000 letur) ef maður er með samning um Crative Cloud og/eða Google letur sem er ókeypis.
En það er fullt af letri sem maður hefur keypt af öðrum gegnum árin og þetta fyrrnefnda dugir ekki til þess að leysa það mál. Leiðin til þess að bjarga því letri er að kaupa forritið TransType 4 af FontLab og snúa letrinu út PostScript yfir í Open Type. Forritið kostar nálægt 100 dollurum en það kostar miklu meira að kaupa aftur mikið af úreltu letri. Hviss bang!
Eða að fá einhvern til þess að gera þetta fyrir sig því þetta er vinna eins og svo margt.