Ég veit. Þetta var ókeypis en ég neyðist til þess að setja smá gjald á þetta.
Hunspell stafsetningarforrit sem kostar aðeins € 5, fimm evrur, eða um sjöhundruð krónur. Það virkar fínt í forritum sem fara eftir forskrift Apple eða eru frá Apple. Adobe og Microsoft eru sem sagt ekki með.
Forrit svo sem Mail, Keynote, BBEdit og mörg önnur eru móttækileg. Innsetningarforritið er í Lausnabúðinni og kostar bara € 5.
Eftir innsetningu er best að endurræsa tölvuna og eftir það að fara í System Preferences > Keyboard > Text og velja þar Íslenska (Library). Fyrir þá sem reglulega skrifa á fleiri tungumálum er hægt að velja Automatic by Language.
Ég er búinn að nota þetta nokkuð lengi og líkar vel. Þetta er alls ekki fullkomið, en hjálpar mikið samt.