Eins og gefur að skilja eru margir sem þurfa smá aðstoð við að setja upp Hunspell orðskiptingar fyrir InDesign á tölvuna sína. Það eru margar og misjafnar ástæður fyrir því. Hérna er vonandi gagnlegar leiðbeiningar sem gætu nýst þeim við að eyða óvissumálum. Að hluta til er grunnurinn að þessum pistli byggður á spurningunum sem ég hef fengið í þessu sambandi. Þess vegna er þetta svona ítarlegt.

Fyrsta atriðið sem mér finnst ég þurfa að nefna er að þeir sem kaupa Hunspell innsetningarforritið eru eingöngu að kaupa innsetningarforritið sjálft. Eða eins og það er kallað, leyfi til þess að nota það. Innihaldið, Hunspell orðskiptingin er ókeypis. Ég veit að ég hef nefnt það mörgum sinnum, en það er full ástæða til þess að minna á það að ég er ekki að selja það sem er ókeypis fyrir. Hver sem er getur nálgast Hunspell innihaldið og sett það handvirkt upp á tölvu. Það er bara smá vesen. Og virkar því miður ekki.

Spurning: Hvernig fæ ég Hunspell innsetningarforritið sem ég var að kaupa?
Svar: Það á að koma hlekkur með kvittuninni frá Shopify. Ef hann kemur ekki og er ekki í ruslinu hafið þá samband við mig ([email protected]) og ég redda því. Það er sérstaklega PC útgáfan sem hefur stundum lent í þessu. Er að reyna að laga þetta en eitthvað hjá Shopify hendir þessu út. Stundum.

Næst er að nefna það sem margir staldra við þegar þeir opna innsetningarforritið. Þeir sem setja forritið inn á pc-vél þurfa að hafa admin aðgang svo þeir geti sett upp á réttan hátt og brugðist rétt við. Makka-notendur þurfa líka að hafa samsvarandi leyfi til þess að hlaða inn nýjum forritum. Þar fyrir utan birtist spjald þegar innsetningarforritið er opnað sem lýtur út svipað og þetta:

Þetta er leyst með því að fara á makka í System Preferences > Privacy and Security í General flipann og velja Open anyway. Í grunninn er þetta eins á pc. Hef prófað það og það gekk fínt. Þetta er öryggisvörn svo ekki sé verið að hlaða inn innstetningarforritum með óværu. Til þess að ég geti losnað alveg við þetta þyrfti ég að skrá mig sem Developer hjá Apple, en það kostar slatta.

Þegar innsetningunni er lokið þarf að opna InDesign forritið en ekki opna neitt skjal fyrr en búið er að huga að nokkrum stillingum. Opnið InDesign > Prefereces > Dictionary. Myndin sýnir hvernig þetta á að líta út.

InDesign settings for Icelandic language Hunspell hyphenation
Stillingar í InDesign Preferences > Dictionary
  1. Language: Icelandic fyrir Intel makka. Þetta er felligluggi og Icelandic á að vera á listanum. Ef Icelandic er ekki á listanum er líklegt að innsetningin hafi ekki heppnast af einhverri ástæðu. Reynið innsetninguna aftur.
  2. Language: Estonian fyrir Silicon makka. Fyrir Silicon makkana, M1, M2 og svo framvegis Í þessu tilfelli þarf að nota Estonian bæði í Directory og í tungumálið fyrir skjalið sjálft. Ef ekkert heppnast hafið þá samband. Einn sem hefur gefist vel þegar allt virðis farið í skrúfuna er að fjarlægja InDesign með Creative Cloud forritinu og hlaða því inn aftur og svo Hunspell. Silicon útgáfan virkar vel á skjöl sem koma úr Intel-tölvum sem eru með stillt á Iceland.
  3. Hyphenation: Hunspell. Ef notað hefur verið annað orðskiptiforrit áður gæti þurft að breyta hér.
  4. Spelling: Hunspell. Já, það er líka hægt að láta Hunspell vaka yfir stafsetningu í InDesign. Mæli samt með prófarkarlestri. Ég minni á að ég hef útbúið ókeypis stafsetningarforritsinnsetninu byggt á Hunspell sem virkar með mjög mörgum forritum.
  5. Double Quotes: Stillt eftir því tungumáli sem er verið að nota. „“ eða eins og 99 66 er íslenska útgáfan.
  6. Single Quotes: ‚ ‘ 

Ef skjal væri opið meðan við settum upp þessar stillingar myndu þær bindast við það skjal. Okkur er því óhætt að opna núna nýtt skjal. Þegar textabendillinn er inni í textaboxi á að sjást „Icelandic“ í Character glugganum, í Control-glugganum og Properties-glugganum, allt í tengslum við Character. Hugsanlega þarf að setja „Icelandic“ á ef um eldra skjal er að ræða.

InDesign settings for Icelandic language Hunspell hyphenation
Control panel
InDesign settings for Icelandic language Hunspell hyphenation
Properties

Ekki er verra að festa Icelandic í málsgreinastílana (Paragraph Style) ef þörf krefur.

InDesign settings for Icelandic language Hunspell hyphenation
Paragraph Styles

Jæja, vonandi eyðir þessi pistill óvissu og kvíða sem einhverjir kunna að upplifa við innsetningu á Hunspell orðskiptingu og kennir kannski eitthvað smá í leiðinni sem nýtist. Hægt er að fínstilla orðskiptihegðun í Hyphenation og Justification. Það er reyndar mál sem ég stefni í að leiðbeina með síðar, hugsanlega á öðrum vetvangi.