Ég, Sigurður Ármannsson lauk námi við Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981 og framhaldsnámi í grafík og málun við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam, Hollandi.
Að loknu námi kenndi ég við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, forvera Listaháskólans, í nokkur ár. Jafnhliða kennslu vann ég að hönnun auglýsinga- og kynningarefnis og ótölulegan fjölda bókakápa í fyrirtæki mínu sem hét Teikn.
Ég var einn af þeim sem byrjuðu mjög snemma að nota tölvur við grafíska hönnun á Íslandi (1986) og þótt víðar væri leitað og hef ég tekið verulegan þátt í að fylgja þeirri þróun eftir með hönnun á prentgripum, en ekki síður með kennslu og umsjón með uppbyggingu tölvukerfa og verkferla á auglýsingastofum.
Árið 1990 keypti Íslenska auglýsingastofan Teikn og hóf ég þá að vinna fyrir hana að mestu leyti, bæði við hönnun og tölvuumsjón. Þar fyrir utan hef ég unnið mikið til hliðar að lausn ýmissa vandamála sem hafa fylgt tölvuhönnun með sérstakri áherslu á letur og leturnotkun. Einnig hef ég starfað í nokkur ár með Mórahópnum að gerð staðlaðra vinnuferla fyrir prent- og auglýsingaiðnaðinn.
Kennslan hefur þrátt fyrir þetta haldið áfram á ýmsum vígstöðvum. Fyrirlestrar og námskeið, mest í samvinnu við Prenttæknistofnun, síðar Prenttæknisvið Iðunar og stundakennsla við Listaháskólann er helst að nefna. Ekki má heldur gleyma samstarfsmönnum á hverjum tíma sem ég leiðbeini við lausn forrita- og leturtengdra verkefna á ýmsa vegu.
Ég hef komið nálægt flestum þáttum sem sem fengist er við á auglýsingastofum, unnið náið með viðskiptavinum að verkefnum, gríp stundum í verkumsjón og held áfram að þróa nýjar leiðir í tækni sem nýtist hönnun og markaðssetningu af nánast öllu tagi.
English version (not a direct translation):
In 1981 I finished a four year study in fine arts graphics at the School of Arts and Crafts in Reykjavik, Iceland. Then followed two years in the State Academy of Netherlands in Amsterdam (Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam). In those years academies in Europe did not issue any degrees so all I have is a typewritten paper from the school office verifying that I was there.
After that I went back home and taught for three years at my old school. The School of Arts and Crafts later changed status and is now called Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam. I have also held several seminars there in the last few years. Mostly teaching how to use FontLab, Illustrator and InDesign and also design preparation for printing, colour management and related matters.
Along with the teaching I started my own studio Teikn (Sign in the Sky), designing ads and promotional material and also a lot of material for publishing companies, book covers and related things. In 1986 I bought my first computer, a Mac Plus and there was no turning back. I became highly involved in advocating the use of computers in design and have spent endless time streamlining the work process to designing and also problem solving. Favourite “problems” concern fonts and font managing in any form it may appear.
I have held various seminars and lectures through the years about different matters, ranging from the use of computers in design, font related matters, how computers affect design trends and a lot more and worked with a group of professional called Moire on standardising workflows for the printing and designing businesses.
1990 the Icelandic Ad Agency bought my studio with men and mice and I started working there myself leading the way into computerising the biggest agency in Iceland. That task obviously never takes an end but it is fun and rewarding.
I have been lucky enough to be able to attend many seminars myself including MacWorld in Boston, New York, San Francisco and Amsterdam many times and more. I love to share what I know and that is why I have this little site. If you don’t read the Icelandic language you can still read a few articles I have written in English. If you see here an article in Icelandic that seems from the title and the pictures to be of interest to you, drop me a line and I might rewrite it in English. – Enjoy.
If you should need to contact me, use [email protected]