Margir eru að leita að íslensku dagatali eða almanaki til þess að geta notað á iCloud, mökkum, iPad, Google Calendar og fleira.

Hérna er í það minnsta dagatal sem hægt er að tengja inn makka- og iPad / iPhone megin. Og eins er krækja fyrir vikunúmerin hér.

Þeir sem nú þegar eru tengdir þessu í áskrift þurfa að tengja aftur því iCloud notar aðra slóð að áskriftum. Þetta kemur yfirleitt ekki rétt með íslenskum stöfum inn í Google Calendar, en fyrir þá sem nota það er hægt að hala niður skránni fyrir 2012 hér og fyrir vikunúmerin hér. Þegar skráin er komin niður er farið inn í Google Calendar og í Add Calendar>Import

Ég uppfæri þessar skrár árlega þannig að þeir sem nota ics skrárnar þurfa að sækja nýjar árlega, en þeir sem nota iCal áskriftina þurfa ekki að hugsa neitt meira um það. Meiri upplýsingar um þetta er að finna í öðrum færslum (leita bara að Dagatal).

Ég læt að gamni fylgja með umsögn ánægðs notanda sem birtist á Twitter:
sveinnbirkir

Vona að þetta gagnist mörgum öðrum.

8 Comments

  • Sæll og þakka þér kærlega fyrir íslenska dagatalið!
    Ég rakst hins vegar á villu sem ég var að vona að þú gætir lagað: Aðventusunnudagarnir 2012 eru rangir hjá þér. Hið rétta er að fyrsti sunnudagur í aðventu 2012 er 2. desember en ekki 25. nóvember. Þar með eiga hinir aðventusunnudagarnir að færast aftur um eina viku, þannig að fjórði sunnudagur í aðventu fellur á Þorláksmessu.
    Sjá t.d. hér: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1162

  • Takk fyrir þetta Ásdís. Smá fljótfærni í gangi greinilega. Endilega látið vita ef eitthvað er ekki rétt.
    Ég uppfærði ics skjalið fyrir Google Calendar notendur líka til samræmis.

  • Takk fyrir þetta. Ég opnaði þessa ics skrá með Outlook og hún virkar fínt þar. Kemur inn sem viðbótardagatal.

  • Snilld 🙂 Alltaf vantað þetta í dagatalið. Takk kærlega

  • Sæll,

    Frábært framtak, takk kærlega fyrir það.

    Ég hlóð niður skránni, opnaði hana í ritli (TextPad) og vistaði hana aftur en valdi þá “Encoding: UTF-8”. Sú skrá er aðgengileg hér:
    https://dl.dropbox.com/s/8tiikx4eye5jhkh/Iceland_cal.ics?dl=1

    Með þessari skrá virka íslenskir stafir í Google Calendar og ef hún væri uppfærð myndi það uppfærast sjálfkrafa. En hún uppfærist auðvitað ekki sjálfkrafa. Ég geri þó ráð fyrir að það væri einfalt fyrir þig að gera slíkt hið sama við skrána sem þú heldur við. Þér er velkomið að hafa samband við mig ef þú ert eitthvað að velta þessu fyrir.

    Bestu kveðjur,
    Magnús Þór

  • Held úti Google almanaki þar sem aðalmarkmiðið er að hafa tengla við hvern dag yfir í wikipedia grein um sama dag og er smámsaman að skrifa þær greinar og bæta við eldri greinar.

    Þú gætir líka tengt í þessar greinar á wikipedia, það myndi gera almanakið mikið ríkara innihaldslega að hafa upplýsingar um dagana líka.

    https://sites.google.com/site/islensktalmanak/

Comments are closed.